Íþrótta- og æskulýðsráð - 120 (7.4.2020) - Staða íþróttafélaga vegna COVID19
Málsnúmer202004008
MálsaðiliÍþrótta- og æskulýðsráð
Skráð afirish
Stofnað dags07.04.2020
Niðurstaða
Athugasemd
TextiFarið var yfir stöðuna í ljósi COVID-19 og samkomubanns. Nú hafa allar æfingar íþróttafélaga verið stoppaðar af a.m.k. fram til 4. maí og ekki ljóst á þessum tímapunkti hvort að samkomubann verði framlengt. Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að hægt verði að meta heildarstöðuna þegar faraldurinn hefur gengið yfir og samkomubanni aflétt. Óskar því ráðið eftir því við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð að þau skili inn skýrslu til íþrótta- og æskulýðfulltrúa um stöðu félagsins eftir að samkmomubanni hefur verið aflétt. Einnig telur ráðið mikilvægt að ef félag sér fram á að lenda í fjárhagserfiðleikum á meðan að á samkomubanninu stendur, að hafa samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.